Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1996

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 15:05:49 (581)

1997-10-16 15:05:49# 122. lþ. 11.5 fundur 57#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1996# (munnl. skýrsla), StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[15:05]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er kannski ekki tími eða tök til að fara nákvæmlega ofan í þetta atriði. En ég tel eðlilegra þegar kemur fram skýrsla frá Ríkisendurskoðun þar sem gerðar eru ákveðnar athugasemdir t.d. við rekstur tiltekinnar stofnunar vegna stjórnsýsluathugunar eða ábendingar um breytingar sem þarf að gera að ein nefnd fjalli um það og beini síðan með ályktun ábendingum og tillögum um breytingar til þeirra aðila sem málið varðar. Þannig hef ég hugsað að þetta gerðist.