Efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 17:35:15 (613)

1997-10-16 17:35:15# 122. lþ. 11.8 fundur 16. mál: #A efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni# þál., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[17:35]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð nú að mótmæla þessari síðustu ræðu hv. 1. þm. Vestf. af einurð og festu. Hv. þm. heldur því fram að ég hafi ekki rætt þetta af alvöru og kostgæfni. Ég hef dregið hér upp í ræðu minni hversu gríðarlega alvarlegt mál þetta er, þessi fólksflótti af landsbyggðinni. Ég hef tekið það upp að það sé nauðsynlegt að við reynum að nálgast þetta með öðrum hætti til að byggja upp meiri trú fólks sem á landsbyggðinni býr gagnvart sinni heimabyggð. Svo kemur hann hér og leyfir sér að tala um að ekki sé rætt um málið af alvöru og kostgæfni. Ég veit ekki hvers konar málflutningur þetta er, virðulegi forseti, og kannski ekkert meira um þennan málflutning að segja.

Vissulega er ekki hægt að draga aðrar ályktanir, virðulegi forseti, af þeim hópi manna sem á þessu þskj. eru en að þeir séu óánægðir með byggðastefnu núverandi ríkisstjórnar. Það verður ekki gert með öðrum hætti og það hefur ekkert með þingræðið að gera, virðulegi forseti.