Lögmenn

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 15:29:34 (636)

1997-10-20 15:29:34# 122. lþ. 12.3 fundur 57. mál: #A lögmenn# (heildarlög) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[15:29]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að í athugasemdum við 24. gr. komi fram skýringar á því sem hv. þm. er að spyrja um. Ekki er verið að leggja til að Lögmannafélagið setji gjaldskrá heldur hitt að það setji samræmdar reglur um þann kostnað sem getur fallið á skuldara. Ég hygg að það sé samdóma álit flestra sem hafa fjallað um þessi mál að út frá neytendasjónarmiðum sé mikilvægt að koma slíkri samræmingu við. Ég tel eðlilegt að gera það með þessum hætti. Hér er skýrt tekið fram að ekki er verið að leggja til að sett verði gjaldskrá í þessum efnum. Það verður áfram samkeppni milli lögmanna um þau efni eins og samkeppnisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á. Varðandi þann kostnað sem á skuldara er lagður er full þörf á að setja samræmdar reglur.