Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 17:28:00 (664)

1997-10-20 17:28:00# 122. lþ. 12.6 fundur 146. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (útboð veiðiheimilda) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[17:28]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Hér komu fram að mínu viti sérstakar hugmyndir frá fulltrúa Kvennalista í þessari umræðu og ég vil þess vegna spyrja hreint út: Er hv. þm. þeirrar skoðunar að til greina komi að hleypa útlendingum til veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu? Ég hygg að þjóðin muni vel eftir því fyrir allnokkrum árum, eftir langa baráttu við að ná yfirráðum yfir okkar lögsögu, þegar síðustu erlendu togararnir sigldu út úr henni. Þá var fagnað víða um land og þess vegna finnst mér nauðsynlegt að fá það hreint út hvort það sé skoðun hv. þm. og þá Kvennalistans væntanlega að þetta komi til greina.