Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 18:19:03 (674)

1997-10-20 18:19:03# 122. lþ. 12.7 fundur 155. mál: #A stjórn fiskveiða# (framsal veiðiheimilda) frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[18:19]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Hvernig á að endurúthluta kvótanum? Mér sýnist það nú afskaplega einfalt. Það verður gert í sömu hlutföllum og kvótanum er úthlutað í dag. 5% umsýslugjald er bara til að mæta beinum kostnaði við þennan gjörning og eru í sjálfu sér smáaurar.

En hvernig á að snúa til baka og hvort þetta samrýmist þeim lögum sem samþykkt voru á þinginu í vor um samningsveðið? Ég sé ekki að það rekist á. Þetta frv. hefur ekkert með það að gera að selja kvóta. Það er einmitt verið að koma í veg fyrir að menn geti selt eða leigt frá sér kvótann. Ég sé ekki að það rekist neitt á.