Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 18:19:52 (675)

1997-10-20 18:19:52# 122. lþ. 12.7 fundur 155. mál: #A stjórn fiskveiða# (framsal veiðiheimilda) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[18:19]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara vekja athygli á því að í þeim lögum er kveðið á um að aflahlutdeild verði ekki færð varanlega af skipi nema samþykki lánastofnunar komi til. Ég sé það þá ekki öðruvísi en að aflahlutdeildin verði ekki færð af skipinu nema það verði samþykkt af viðkomandi lánastofnun annars geti það ekki gengið upp og þess vegna vil ég vekja á því athygli að þetta fær ekki alveg samrýmst þeim lögum.