Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 18:20:38 (676)

1997-10-20 18:20:38# 122. lþ. 12.7 fundur 155. mál: #A stjórn fiskveiða# (framsal veiðiheimilda) frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[18:20]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég fæ ekki séð að þetta rekist neitt á því þarna er eingöngu verið að tala um að menn skili aftur þeim hluta afla fiskveiðiársins sem þeir ekki nota. Það er ekki verið að skila þessu varanlega heldur eingöngu því sem þeir nota ekki það fiskveiðiárið. En sé þetta hins vegar vandamál þá er það eitthvað sem menn hljóta að taka á í meðferð þingsins á málinu og þetta er nú varla sá þröskuldur að menn komist ekki yfir hann.