Háskólar

Þriðjudaginn 21. október 1997, kl. 15:43:27 (700)

1997-10-21 15:43:27# 122. lþ. 13.7 fundur 165. mál: #A háskólar# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur

[15:43]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef kvatt mér hljóðs til að ræða um efnisatriði málsins en ég vil fara yfir eitt atriði og það er þetta. Ráðherrann segir: Það er nefnd að störfum úti í háskóla. Hún ætlar að gera tillögu um breytingar á sérlögum og fara yfir þessi mál og það verður tekið tillit til þess. Þá vil ég segja af minni hálfu sem alveg einboðið mál að það er ekki hægt að afgreiða þetta mál og gera það að lögum í þessari virðulegu stofnun fyrr en niðurstöður þeirra viðræðna liggja fyrir. Það er algerlega útilokað af hæstv. ráðherra að ætlast til þess af Alþingi að það traðki þannig á þeim aðilum sem í hlut eiga, að við hinkrum ekki eftir niðurstöðu úr þeim viðræðum.