Háskólar

Þriðjudaginn 21. október 1997, kl. 16:19:08 (718)

1997-10-21 16:19:08# 122. lþ. 13.7 fundur 165. mál: #A háskólar# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur

[16:19]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Út af fyrir sig hygg ég að það þjóni nú engum tilgangi að vera að pexa við menntmrh. vegna þess að ég ætla mér ekki þá dul að hafa áhrif á viðhorf hans. Það þarf öflugri menn en mig til þess. Ég ætla því ekki að segja margt í viðbót um þetta mál annað en það að ég tel að frv. eins og það liggur fyrir frá ráðherranum, umbúnaður þess og aðdragandi, tilraunir hans til þess að blekkja málið hér í gegnum þingið, bendi til þess að hér sé ekki nægilega vel að hlutunum staðið. Og ég mun gera það sem ég get meðan ég sit í menntmn. fram að áramótum til að beita mér fyrir því að draga fram aðalatriði þessa máls eins skarpt og mögulegt er, hvort sem ráðherranum líkar betur eða verr.