Hollustuhættir

Fimmtudaginn 23. október 1997, kl. 11:43:58 (781)

1997-10-23 11:43:58# 122. lþ. 16.3 fundur 194. mál: #A hollustuhættir# (heildarlög) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur

[11:43]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég kvaddi mér hljóðs vegna þess að á fundi formanna þingflokkanna á mánudaginn kom fram að þetta mál yrði hugsanlega til meðferðar í vikunni. Mér var ljóst að einn af þingmönnum Alþb. og óháðra, Hjörleifur Guttormsson, mundi hafa mikinn áhuga á málinu og því sem það tengdist þannig að ég taldi það starfsskyldu mína að ganga úr skugga um það hvernig tekið yrði á málinu og að tryggt yrði að viðkomandi hv. þm., þó hann sé með frábæran varaþingmann hér inni, gæti talað um málið þegar hann kæmi til starfa aftur. Það var nú ástæða til þess að við tókum tal saman í gær, ég og hæstv. ráðherra.

Að öðru leyti vil ég taka undir allar athugasemdir hv. þm. og sérstaklega það sem hún sagði um stjórnina. Ég held að það sé mál sem eigi að skoða betur. Ég er með fína hugmynd í því held ég og hún er sú að strika út fulltrúa atvinnurekendasamtakanna og setja inn fulltrúa aðila sem eiga að gæta almennra umhverfis- og hollustusjónarmiða eins og er oft gert í lögum.