Hollustuhættir

Fimmtudaginn 23. október 1997, kl. 11:45:08 (782)

1997-10-23 11:45:08# 122. lþ. 16.3 fundur 194. mál: #A hollustuhættir# (heildarlög) frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur

[11:45]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get alveg tekið undir það sem hv. þm. sagði, að vafalaust hefði félagi minn úr umhvn., hv. þm. Hjörleifur Guttormsson, kosið að vera viðstaddur þessa umræðu og haft ýmislegt um þetta mál að segja. En það kom ekki þannig fram í orðum hv. þm. Ég hlaut því að skilja það svo að það hefði verið að frumkvæði hæstv. umhvrh. að þessi umræða hefði farið fram þeirra á milli og það var það sem mér fannst einkennilegt, ef það var aðeins áhyggjuefni hvort Alþb. væri sátt við að þessi umræða færi fram í dag eða ekki. En nú hef ég fengið skýringu á þessu og geri ekki frekari athugasemd við það.