PBald fyrir GÁS, IS fyrir GB, AK fyrir ÓÖH, SLJ fyrir HjálmJ

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 15:03:46 (823)

1997-11-03 15:03:46# 122. lþ. 17.93 fundur 71#B PBald fyrir GÁS, IS fyrir GB, AK fyrir ÓÖH, SLJ fyrir HjálmJ#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[15:03]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég verð erlendis í einkaerindum fram yfir áramót og get ekki sótt þingfundi þann tíma leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Framsfl. í Reykv., Arnþrúður Karlsdóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ólafur Örn Haraldsson, 11. þm. Reykv.``

Arnþrúður Karlsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa.

Borist hefur annað svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Norðurl. v., Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Hjálmar Jónsson, 2. þm. Norðurl. v.``

Sigfús Jónsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.

Þriðja bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Alþfl. í Reykn., Petrína Baldursdóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Rannveig Guðmundsdóttir,

formaður þingflokks jafnaðarmanna.``

Petrína Baldursdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.

Loks er svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 2. varaþingmaður Framsfl. í Norðurl. e., Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni, en 1. varaþingmaður flokksins í Norðurl. e. er erlendis.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Guðmundur Bjarnason, 1. þm. Norðurl. e.``

Kjörbréf Ingunnar St. Svavarsdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.