Utandagskrárumræða um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 15:11:31 (826)

1997-11-03 15:11:31# 122. lþ. 17.91 fundur 69#B utandagskrárumræða um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[15:11]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Eins og hv. þingflokksformanni jafnaðarmanna er kunnugt hefur forseti fallist á að þessi utandagskrárumræða um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma hf. geti farið fram á þingfundi á morgun, í upphafi fundar sem mundi þá hefjast kl. 13 og hafði samgrh. fallist á þann tíma. Forseti veit ekki hvort hann á að skilja orð hv. þingflokksformanns þannig að beiðnin um utandagskrárumræðu sé dregin til baka en beðið um skýrslu frá ráðherra. Forseti bíður eftir frekari upplýsingum um það.