Upplýsingasamfélagið og gjaldskrá Pósts og síma

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 15:44:54 (845)

1997-11-03 15:44:54# 122. lþ. 17.1 fundur 62#B upplýsingasamfélagið og gjaldskrá Pósts og síma# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[15:44]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er ekki rétt í málflutningi hæstv. ráðherra að við séum með lægsta verð á internetsþjónustunni eftir þessa hækkun. Það er rangt. Ég held að hæstv. ráðherra ætti að kynna sér það. Það sem ég átti við um hvort ráðherra mundi beita sér í málinu, þá virtist klukkutímafundur með forsrh. geta lækkað gjaldskrána um helming. Getur viðskrh. sest niður með hæstv. samgrh. og náð honum kannski aðeins lengra niður? Því auðvitað verður þessi hækkun ekki liðin. Hún verður ekki liðin, hvorki af almenningi, notendum símans, netverjum, öldruðum né öðrum þeim sem treysta á símaþjónustuna í samskiptum. Það verður ekki liðið.