Staða aldraðra og öryrkja

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 15:57:10 (854)

1997-11-03 15:57:10# 122. lþ. 17.1 fundur 64#B staða aldraðra og öryrkja# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[15:57]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Ágúst Einarssonar vitnar í staðtölur Tryggingastofnunar en í staðtölunum eru eingöngu teknar þær greiðslur sem Tryggingastofnun greiðir. Samanburðurinn er því ekki réttur þegar verið er að tala um hvernig staðan er hjá öldruðum og öryrkjum erlendis því að ekki er verið að bera sambærilega hluti saman. Inn í staðtöluna koma t.d. ekki daggjaldastofnanirnar sem er mjög mikilvægt að taka með ef við ætlum að bera þetta saman og skattkerfið er heldur ekki það sama þannig að við erum ekki að bera saman samanbærilega hluti.