Söfnunarkassar

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 17:10:51 (873)

1997-11-03 17:10:51# 122. lþ. 17.15 fundur 156. mál: #A söfnunarkassar# (brottfall laga) frv., 174. mál: #A Happdrætti Háskóla Íslands# (happdrættisvélar) frv., Flm. GHelg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[17:10]

Flm. (Guðrún Helgadóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Bið ég nú hv. þm. að hlusta. Sannleikurinn er sá að þegar rekstur þessara kassa hófst árið 1972 var um að ræða mjög lágar upphæðir og þær voru mjög lágar fram eftir áttunda áratugnum. Það er ekki fyrr en um miðjan níunda áratuginn með aukinni tækni í þessum kössum að þetta fara að verða umtalsverðir fjármunir. Nú er svo komið að þeir eru gríðarlegir. Ég er ekki viss um að Rauði kross Íslands hafi staðið sig neitt verr á meðan þessi spilamennska var í lágmarki heldur en hann hefur gert síðan. Þetta er alla vega, hæstv. forseti, þessum samtökum mjög til vansa.