Utandagskrárumræða um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma

Þriðjudaginn 04. nóvember 1997, kl. 13:34:14 (901)

1997-11-04 13:34:14# 122. lþ. 18.94 fundur 75#B utandagskrárumræða um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma# (aths. um störf þingsins), ÁE
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur

[13:34]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Vegna orða hæstv. samgrh. vil ég geta þess að formaður þingflokks jafnaðarmanna er rétt ókomin hér í hús, en það hefur hins vegar ekkert með þessa utandagskrárumræðu að gera vegna þess að málshefjandi okkar í þeirri umræðu er hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Ég skil satt að segja ekki hvað hæstv. samgrh. er að gera með að koma hér upp um störf þingsins á þennan máta. Það hefur legið ljóst fyrir hver hæfi þessa umræðu þótt þingflokksformaðurinn hafi vitaskuld innleitt málið eins og gert var hér í gær. Ég vona að þetta upplýsi stöðu málsins, herra forseti.