Utandagskrárumræða um málefni Sjómannaskólans

Miðvikudaginn 05. nóvember 1997, kl. 14:52:23 (996)

1997-11-05 14:52:23# 122. lþ. 19.94 fundur 80#B utandagskrárumræða um málefni Sjómannaskólans# (um fundarstjórn), KPál
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[14:52]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég ber alls ekki brigður á að hæstv. forseti og stjórn þingsins taki þá afstöðu sem hún gerði og hafi gert það með réttu. Ég vil bara að það komi skýrt fram að beiðni okkar hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar kom fram fyrir hálfum mánuði. Það átti síðan að ræða málið utan dagskrár fjórum dögum seinna. Það er svo ekki fyrr en fimm eða sex dögum seinna að þessi fyrirspurn frá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni kemur fram þannig að ég lít ekki svo á að við höfum verið að gera neitt sem var rangt í þingsköpum eða í þingstörfum, heldur vorum við einungis að reyna að koma að máli sem í okkar huga var mjög mikilvægt og vildum fá það strax í umræðuna, það var sú hugmynd sem var að flytja sjómannaskólastarfsemina úr Sjómannaskólahúsinu sem að sjálfsögðu er ekki í takt við þær hugmyndir sem við hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson höfum um það mál.

(Forseti (GÁ): Forseti vill taka fram að honum þykir rétt að fara að snara sér að fyrirspurninni.)