Markaðshlutdeild fyrirtækja

Miðvikudaginn 05. nóvember 1997, kl. 15:31:03 (1014)

1997-11-05 15:31:03# 122. lþ. 19.9 fundur 214. mál: #A markaðshlutdeild fyrirtækja# (sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtæki) fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[15:31]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég verð að segja að deilurnar í þingflokki Sjálfstfl. eru farnar að brjótast út í þingsölum með undarlegum hætti. Hv. fyrirspyrjandi er pirraður út í hæstv. sjútvrh. fyrir að hann hefur vogað sér að leggja fram frv. sem á að takmarka kvótaeign eða setja hámark á kvótaeign einstakra fyrirtækja. Hann hefur væntanlega rifist í hæstv. ráðherra í þingflokknum en til þess að pirra menn frekar þá leggur hann fram frumskóg af fyrirspurnum sem lúta að því að leiða fram hver markaðshlutdeild ráðandi fyrirtækja er í hinum ýmsu greinum.

Nú er það svo, herra forseti, að ég hef fullan skilning á þeirri ánægju sem felst í því að pirra hæstv. sjútvrh. öðru hverju. En væri ekki Sjálfstfl. miklu hentara að reyna bara að útkljá þessi deiluefni sín í eigin þingflokki og láta okkur í friði hérna uppi?