Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 06. nóvember 1997, kl. 11:47:47 (1035)

1997-11-06 11:47:47# 122. lþ. 21.1 fundur 81#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur

[11:47]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg sammála útskýringum hæstv. utanrrh. á þessu máli. Ég vil segja það sem mína skoðun að ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að við reynum að virkja umhverfisverndarsamtök með okkur eins og mögulegt er. Við eigum í grófum dráttum samleið með umhverfisverndarsamtökum sem eru að leggja áherslu á hinar almennu forsendur þeirra sem lifa af lífríkinu og hinu nánasta náttúrulega umhverfi sínu, oftast. Stundum ganga menn gríðarlega langt í þessum efnum, óhæfilega auðvitað að mínu mati. En ég segi það alveg eins og er að mér finnst að við eigum að leggja á það áherslu, svona sem almenna stefnu, að við getum orðið samferða þessum hópum og þeir okkur, eins lengi og mögulegt er.