Stefnumótun í málefnum langsjúkra barna

Þriðjudaginn 11. nóvember 1997, kl. 14:40:23 (1098)

1997-11-11 14:40:23# 122. lþ. 22.3 fundur 38. mál: #A stefnumótun í málefnum langsjúkra barna# þál., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur

[14:40]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Vegna athugasemda hv. þm. um fjarveru ráðherra getur forseti tekið undir að það kann að vera bagalegt að ráðherrar séu ekki viðstaddir þegar rætt er um mál sem varðar þeirra ráðuneyti. Forseta er kunnugt um að sex ráðherrar eru erlendis nú, þar af fimm á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.

Forseti vill líka taka fram að þegar gengið var frá dagskrá þessa fundar var reynt að hafa samband við hv. þingmenn sem gætu átt mál á dagskrá þessa fundar og þeim gerð grein fyrir að svo kynni að vera að ráðherrar yrðu ekki viðstaddir og þeir sem töldu mikilvægt að ráðherrar væru viðstaddir réðu því þá hvort þeirra mál væru sett á dagskrá.

Þetta vildi nú forseti upplýsa.