Ljósleiðari

Miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 14:09:22 (1148)

1997-11-12 14:09:22# 122. lþ. 23.9 fundur 222. mál: #A ljósleiðari# fsp. (til munnl.) frá samgrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur

[14:09]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til þess að þakka hv. fyrir\-spyrjanda fyrir að fá ljósi varpað á þessi mál. Mig langar aðeins að bæta því við að fyrir utan fjárfestingu í ljósleiðara um landið er Póstur og sími að vinna að því nú að leggja ljósleiðara inn á öll heimili í landinu. Þar er um verulega fjárfestingu að ræða til viðbótar sem mun, þegar því verki lýkur, tryggja Íslendingum betri og öruggari fjarskipti og flutning á upplýsingum en aðrar þjóðir búa við. Það er að vísu rétt að sú leið sem við höfum kosið til að ná þessum áföngum er nokkuð dýr en þar á móti kemur að hún tryggir mikið öryggi.