Ummæli forsætisráðherra um ráðstefnuna í Kyoto

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 10:36:26 (1160)

1997-11-13 10:36:26# 122. lþ. 25.91 fundur 87#B ummæli forsætisráðherra um ráðstefnuna í Kyoto# (aths. um störf þingsins), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[10:36]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Á mánudaginn kemur verður til umræðu skýrsla um framgang þeirra viðræðna sem er undanfari ráðstefnunnar í Kyoto sem umhvrh. mun ræða og fylgja úr hlaði og mér finnst sjálfsagt að ég taki þátt í þeim umræðum og mun auðvitað gera það. Ég hygg að ummæli mín og ummæli hæstv. utanrrh., sem birt voru í Morgunblaðinu á þriðjudag, séu mjög áþekk og þurfi ekki að koma neinum á óvart. Ég tel hins vegar sjálfsagt og eðlilegt að fara ítarlega yfir þau mál með hv. þm. á mánudaginn kemur þegar þessi mál verða til ítarlegrar umræðu. Það var ekki af neinni meinbægni af minni hálfu sem þessi afstaða var tekin.