Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 12:02:46 (1179)

1997-11-13 12:02:46# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[12:02]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Fyrst hv. þm. hefur viðurkennt að sameining sveitarfélaga dugi ekki ein og sér, þá spyr ég hv. þm.: Hvað annað ætlar þingmaðurinn að gera? Hverjar eru hinar tillögur þingmannsins? Ég sé þær ekki í stjórnarsáttmálanum. Ég heyrði þær ekki í ræðu forsrh. og þingmannsins. Og ég spyr: Hverjar eru tillögur þingmannsins fyrst þessi aðgerð dugar ekki til?

Ég vil aðeins bæta við upplýsingar um laun eftir landshlutum. Ef við skoðum landsbyggðina sér og höfuðborgina sér og flokkum eftir atvinnugreinum, þá eru meðaltekjur á landsbyggðinni eftir atvinnugreinum undir landsmeðaltali í öllum atvinnugreinum nema einni þar sem það er 1% yfir landsmeðaltali. Á höfuðborgarsvæðinu eru meðaltekjur í öllum atvinnugreinum hærri en landsmeðaltal.