Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 13:06:09 (1192)

1997-11-13 13:06:09# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[13:06]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Varðandi sveitarfélögin get ég verið sammála því sem fram kom hjá hv. þm. að sameining sveitarfélaganna ein sér leysir ekki vandann, ég get verið sammála því. Ég tel hins vegar að sameining sveitarfélaga sé mjög mikilvægt skref í að efla sveitarstjórnarstigið. Það er það sem ég vildi sagt hafa hér.

Hv. þm. spurði ítrekað: Hvað gerir Framsfl. í hinum og þessum málum? Hv. þingmenn Framsfl. taka fullan þátt og af fullri ábyrgð í umræðum og vinnu að þessum málum. Það liggur fyrir. Og framsóknarmenn eru einarðir í því ásamt fleiri hv. þm. annarra flokka að vinna að lausnum þessara mála þannig að ég held að menn þurfi í sjálfu sér ekki að varpa fram svona spurningum. Svörin koma fram í efndum og vinnubrögðum.