Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 15:39:23 (1209)

1997-11-13 15:39:23# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[15:39]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Þá tókst okkur hv. þm. Guðna Ágústssyni að verða sammála því við erum sammála um það að ef einhverjir flokkar eru líklegir til að taka á þeim mikla vanda sem við er að glíma í byggðamálunum þá eru það auðvitað þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn, Sjálfstfl. og Framsfl., undir forustu hæstv. forsrh. Davíðs Oddssonar sem hv. þm. hefur hér aftur og aftur lýst ofurtrú á.