Kjör lífeyrisþega

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:07:33 (1248)

1997-11-17 15:07:33# 122. lþ. 26.1 fundur 88#B kjör lífeyrisþega# (óundirbúin fsp.), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:07]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa miklum vonbrigðum með svör ráðherra nú rétt áðan. Hæstv. ráðherra lýsir því yfir að bætur almannatrygginga til aldraðra og öryrkja muni einungis hækka um 4% um næstkomandi áramót eða í kringum 2.000--2.500 kr. Það þýðir að ellilífeyrir og full tekjutrygging verður kannski um 44.000--45.000 kr. á meðan lágmarkslaunin í landinu fara í 70.000 kr. á mánuði. Telur hæstv. ráðherra virkilega forsvaranlegt að bjóða öldruðum og öryrkjum upp á þessi kjör? Telur hann virkilega ekkert að í þjóðfélaginu þegar 40% aldraðra og 40% öryrkja þurfa að búa við lífeyri og tekjur sem eru langt undir nauðþurftum og langt undir lágmarkslaunum sem allir telja þó til skammar í landinu?

Hæstv. forseti. Ég bað um þessi svör frá hæstv. ráðherra og óska eftir að hún svari þeim.