Hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:14:59 (1254)

1997-11-17 15:14:59# 122. lþ. 26.1 fundur 89#B hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), SvG
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:14]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það hefur verið ein aðaliðja heilbrrh. á sumrin nú um nokkurt skeið að skrúfa í sundur bedda sem í hefur verið gamalt fólk og flytja það svo nauðungarflutningum milli stofnana og í aðstæður sem eru mjög hæpnar fyrir þetta fólk miðað við heilsufarsástand þess. Það hefur líka verið tíðkað hjá heilbrrn. nú í seinni tíð að reyna að ,,leysa`` vandamálin með því að loka t.d. öldrunarþjónustu á Borgarspítalanum en flytja hana í staðinn á Landakot. Þetta er ekki lausn á nokkrum vanda. Þó að þetta kosti peninga og hægt sé að telja fram milljóna hundruð í þessu sambandi þá er það ómarkviss peningaeyðsla. Veruleikinn er sá að hér er um að ræða um það bil 150 aldraða einstaklinga í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og það verður að koma til móts við þá strax.