Veiðiheimildir smábáta og hrognkelsaveiðar

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:25:38 (1265)

1997-11-17 15:25:38# 122. lþ. 26.1 fundur 92#B veiðiheimildir smábáta og hrognkelsaveiðar# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:25]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Eins og hv. fyrirspyrjandi veit þá hafa verið teknar ákvarðanir hér á Alþingi á undanförnum árum sem hafa stórbætt stöðu svokallaðra krókaveiða. Síðast var það gert með löggjöf frá Alþingi á síðasta ári.

Þrátt fyrir þá umtalsverðu aukningu sem þar var ákveðin hafa komið upp vandamál varðandi afmarkaða hópa innan þessa útgerðarflokks. Ráðuneytið hefur um nokkurt skeið átt samtöl við forustumenn Landssambands smábátaeigenda um þennan vanda. Þar hafa verið rædd ýmis atriði. Á þessu stigi get ég ekki sagt neitt um niðurstöðu úr þeim samtölum en að þessu hefur verið unnið. Ég vona að það líði ekki á löngu þar til niðurstaða fæst.