Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Þriðjudaginn 18. nóvember 1997, kl. 14:08:04 (1331)

1997-11-18 14:08:04# 122. lþ. 27.1 fundur 249. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[14:08]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég fékk ekki svar við því hvort aðilar kjarasamninga og jafnvel einhverjir aðilar úti í bæ geti gert kjarasamning um ákveðið starfssvið. Ég nefndi dæmi um þýðanda á lögmannsstofu sem mér er ekki kunnugt um að heyri undir neitt starfssvið kjarasamninga. Geta t.d. VR og Vinnuveitendasambandið, af því þá langar til þess að þessi manneskja greiði í Lífeyrissjóð verslunarmanna, þar sem þessir aðilar tilnefna báðir menn í stjórn, ákveðið að búa til kjarasamning um þetta starfssvið? Þarna stendur að taki kjarasamningur ekki til viðkomandi starfssviðs þá megi velja annars eigi launþegi að vera í lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps.