Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Þriðjudaginn 18. nóvember 1997, kl. 15:19:11 (1347)

1997-11-18 15:19:11# 122. lþ. 27.1 fundur 249. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[15:19]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Síðasta ræða hv. þm. Ágústs Einarssonar bar svolítinn keim af fyrstu ræðu hans í dag, ,,sjáið þið hvernig ég tók hann``. Hins vegar held ég að það sé ekki rétt hjá honum að þessi umræða beri keim af umræðunni frá því í vor. Ef hann sest nú niður og ber saman útskriftina á ræðu minni í dag og ræðu minni í vor, þá mun hann sjá að um allt annan tón er að ræða, enda er frv. stórkostlega breytt frá því sem var. En það atriði sem ég hef nefnt, 2. gr., er grundvallaratriði í mínum huga sem mér finnst ekki hægt að víkja frá og því verður svo að vera eins og ég hef lýst. Ég mun ekki hafa sjálfur frumkvæði að því að breytingar verði gerðar á þessu en eins og ég sagði í ræðu minni, þá væri það atriði sem ég mundi helst vilja breyta ef ég mætti velja eitt atriði sem ætti að breyta í frv. Þar sem hann á sæti í hv. nefnd sem fjallar um frv. er honum velkomið að taka málstað minn upp og flytja í nefndina ef hann vill og ég mundi þá styðja hann hér í þingsalnum á eftir.