Almannatryggingar

Þriðjudaginn 18. nóvember 1997, kl. 17:51:13 (1374)

1997-11-18 17:51:13# 122. lþ. 27.4 fundur 43. mál: #A almannatryggingar# (slysatrygging sjómanna) frv., GHelg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[17:51]

Guðrún Helgadóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sé nú ekki mikið gagn í því að halda þessari umræðu áfram, enda hef ég ekki leyfi til þess lengur. En ég vil benda hv. þm. á að þetta er gersamlega ósambærilegt, leiguflugvélar Flugleiða og það sem við höfum verið að tala um, skip undir erlendum hentifánum. En ég vil aðeins minna hv. þm. á að ekki var nú mikil reisn yfir samstöðu sjómanna heimsins þegar Víkartindur fórst þar sem menn voru keyrðir út á flugvöll næstum því með hauspoka svo að blaðamenn næðu ekki til þeirra. Af hverju skyldi það hafa verið og hverjir voru það sem keyrðu þá? Ég ætla ekki að svara því. Ég held að hv. þm. viti það. Þetta er auðvitað allt til minnkunar fyrir okkur öll.

Niðurstaða þessa máls getur aldrei orðið nema ein svo að sómi sé að og það er að skipafélögin hætti að sigla undir erlendum hentifánum.