Framtíðarskipan raforkumála

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 13:00:05 (1485)

1997-11-20 13:00:05# 122. lþ. 30.2 fundur 227. mál: #A framtíðarskipan raforkumála# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[13:00]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það var aldrei ætlun mín að þingið færi að leggja blessun sína yfir öll þau fylgiskjöl sem þáltill. fylgja. En ég held að það sé ekki deila milli mín og hv. þm. um það að þessi gögn eru partur af því þskj. sem er lagt fram. Ég hef síður en svo á móti því og það kom fram í upphafsorðum mínum í seinni ræðu minni að ég óskaði eftir því að iðnn. Alþingis tæki málið til skoðunar. Vilji menn bæta inn einhverjum atriðum í beinu tillögugreinina, sem ég vonast til þess að við fáum samþykkta á þinginu, er það síður en svo gegn vilja mínum og þætti mér best að sjá skýr ákvæði um jöfnun orkuverðs. Mér sýnist því að við hv. þm. séum alveg sammála í þessum efnum.