Framtíðarskipan raforkumála

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 13:01:07 (1486)

1997-11-20 13:01:07# 122. lþ. 30.2 fundur 227. mál: #A framtíðarskipan raforkumála# þál., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[13:01]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég kvaddi mér ekki hljóðs vegna þess að hæstv. iðnrh. hafi sagt að greinargerð þáltill. væri hluti af þingskjalinu. Ég kvaddi mér hljóðs vegna þess að hæstv. iðnrh. sagði að öll gögn sem fylgdu þáltill. væru hluti af henni. Hann hefur leiðrétt sjálfur það sem hann sagði og segir réttilega: Svo er ekki. Þau atriði sem er ekki minnst á í tillgr. sjálfri eins og verðjöfnunargjald verða ekki afgreidd með því að þeirra sé getið í greinargerð. Ef hæstv. iðnrh. vill endilega fá einhvern skýran texta frá iðnn. verður iðnn. að leggja fyrir allt annan texta en hæstv. iðnrh. hefur lagt fyrir Alþingi núna.