Framtíðarskipan raforkumála

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 13:02:04 (1487)

1997-11-20 13:02:04# 122. lþ. 30.2 fundur 227. mál: #A framtíðarskipan raforkumála# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[13:02]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ef þetta er það eina sem vefst fyrir hv. þm. Sighvati Björgvinssyni varðandi þetta stóra mál þá er ég afskaplega feginn því. Þegar menn horfa til baka velta þeir fyrir sér hvort þar sé ekki um lagafrv. að ræða en þegar menn leita skýringa á því hvað menn hafi nákvæmlega ætlast fyrir með tilteknum frumvörpum sem hér hafa verið lögð til grundvallar, þá er leitað skýringa í greinargerðunum og skýringum með einstökum greinum. Sama munu menn auðvitað líka gera varðandi þáltill. verði hún samþykkt en albest er ef menn eru sammála um að styrkja þau ákvæði sem þar eru að menn nái saman um það í iðnn.