Framtíðarskipan raforkumála

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 13:05:25 (1489)

1997-11-20 13:05:25# 122. lþ. 30.2 fundur 227. mál: #A framtíðarskipan raforkumála# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[13:05]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Á síðasta aðalfundi Orkubús Vestfjarða fyrir árið 1996 lá fyrir tillaga frá Vesturbyggð sem miðaði að því að breyta fyrirtækinu í hlutafélag með það fyrir augum að geta selt hlutabréfin eða hluta þeirra til ríkisins, Landsvirkjunar, Rariks, almennra hlutabréfasjóða eða fjárfesta. Þetta var tillaga frá einu sveitarfélaginu sem er í kringum 15% eigandi að fyrirtækinu. Ég geri mér grein fyrir því og mun leggja áherslu á það að menn setji ekki þær kröfur fram sem munu leiða til þess að endurmatið á fyrirtækinu og þær arðgreiðslur og arðgjafarmarkmið sem þar munu verða sett muni þurfa að hækka gjaldskrána því að þarna er um mjög viðkvæma hluti að ræða. En ekki er óeðlilegt að þessi úttekt fari fram á fyrirtækinu. Því verði mótuð ákveðin stefna af hálfu eigendanna sem er ríkið og öll sveitarfélögin á þessu svæði þannig að skýrt sé eftir hverju stjórnendurnir eiga að fara við rekstur fyrirtækisins.