Framtíðarskipan raforkumála

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 14:01:35 (1496)

1997-11-20 14:01:35# 122. lþ. 31.2 fundur 227. mál: #A framtíðarskipan raforkumála# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur

[14:01]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Tilgangurinn með þessu andsvari mínu var fyrst og fremst að rifja það upp fyrir hv. þm. Svavari Gestssyni enn og aftur að hann stóð að hækkuninni hjá Landsvirkjun sem tók gildi 1. apríl 1997 og var 3,2%. En hv. þm. mótmælti því úr þessum ræðustóli hér áðan að hann hefði nokkurs staðar komið nærri. Hann ætlaði með öðrum orðum að skjóta sér undan ábyrgð eins og vanalega.