Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 02. desember 1997, kl. 15:14:01 (1549)

1997-12-02 15:14:01# 122. lþ. 32.5 fundur 302. mál: #A þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úrelding krókabáta) frv., 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:14]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Í d-lið 1. gr. frv. um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er gert ráð fyrir því að bátar sem stunda veiðar samkvæmt sóknardögum megi færa sig yfir í þorskaflahámarkskerfið en að reiknað þorskaflahámark viðkomandi báta verði eftir í sóknardagakerfinu, ef ég skil frv. rétt. Þess vegna spyr ég til upplýsingar: Bátur sem fer yfir í aflahámarkskerfið fær þá væntanlega úthlutað því aflahámarki sem honum ber. Mun það verða til þess að skerða aðra báta sem eru í því kerfi eða hvaðan munu þær heimildir koma? Mér finnst þetta óljóst í frv., alla vega hef ég ekki séð skýringar á því og þess vegna spyr ég hæstv. sjútvrh.