Póstburðargjöld

Miðvikudaginn 03. desember 1997, kl. 13:48:20 (1572)

1997-12-03 13:48:20# 122. lþ. 33.1 fundur 267. mál: #A póstburðargjöld# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur

[13:48]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Eins og hv. þm. er kunnugt gildir sú regla að fyrirspyrjandi má einungis (Gripið fram í: Fyrirspyrjandi má tala tvisvar.) tala tvisvar og hún hefur þegar talað tvisvar. Aðrir geta beðið um að gera stutta athugasemd og það var leyft hér áðan. En ég vil taka fram í því sambandi, og það er kannski það sem veldur misskilningnum, að æskilegt er og á raunar að vera regla að aðrir þingmenn sem taka þátt í slíkri umræðu kveðji sér hljóðs áður en fyrirspyrjandi og ráðherra tala í seinna sinnið.