Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 12:39:03 (1626)

1997-12-04 12:39:03# 122. lþ. 35.2 fundur 287. mál: #A sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[12:39]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað segir hv. þm. um það ef Reykjavík hefði verið fjögur kjördæmi en ekki eitt? Er staðan þá einhver önnur? Eða ef Vestfirðir, Vesturland og Norðurl. e. hefðu verið eitt kjördæmi. Auðvitað hlýtur fjöldi þingmanna að einhverju leyti fara eftir íbúafjöldanum á staðnum ef hv. þm. er með einhvers konar lýðræðishugsjón í huganum. Hvort Reykjavík er skipt upp í fjögur lítil kjördæmi með hlutfallslega færri þingmenn eða hvort dreifbýliskjördæmunum er skipt upp í færri eða fleiri getur að mínu viti ekki verið aðalatriðið í þessu máli. Fjöldinn sem býr á svæðinu hlýtur að endurspegla fjölda þingmanna og það ætti að mínu mati að vera mun eðlilegra samband þar á milli en nú er.