Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 14:49:47 (1654)

1997-12-04 14:49:47# 122. lþ. 35.2 fundur 287. mál: #A sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[14:49]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla í sjálfu sér ekki að dæma um það hér hvernig málum hefur vikið við þegar hlutar úr einstökum sveitarfélögum hafa verið færðir til eins og sem hv. 1. þm. Reykn. getur hér um. En að vísu eru aðrar aðstæður þar sem um hluta sveitarfélaga er að ræða eða þegar sveitarfélög eru lögð niður í heilu lagi. Ég held að það verði ekki fram hjá því horft að sýsla samanstendur af tilteknum hreppum og það verður að horfa til þess hverjar þessar aðstæður voru þegar stjórnarskráin var sett. Allt annað gæti leitt til gjörbreytinga á stjórnarskrá og kjördæmaskipun með einföldum atkvæðagreiðslum í sveitarfélögum. Ég held að þegar menn horfa til þessa, þá sé í raun ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu um þetta en að kjördæmamörkunum verður ekki breytt nema með stjórnarskrárbreytingu.