Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 17:17:33 (1678)

1997-12-04 17:17:33# 122. lþ. 35.3 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[17:17]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ef ég hef skilið hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur rétt þá sagði hún að fjórðungur þeirra sem njóta húsaleigu hjá Reykjavíkurborg félli út, fengi sem sagt ekki húsaleigubætur. Nú falla húsaleigubætur út við 212 þús. kr. samkvæmt þessum nýju reglum. Telur þingmaðurinn það vera lágar tekjur?

Í öðru lagi vegna spurningar um bætur almannatrygginga. Telur þingmaðurinn að þær krónur sem menn fá frá almannatryggingum séu öðruvísi en þær krónur sem menn fá t.d. með því að skúra?