Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 18:26:31 (1690)

1997-12-04 18:26:31# 122. lþ. 35.3 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[18:26]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég virði sjónarmið hv. þm. og finnst að það megi alveg skoða að færa valdið algjörlega til íbúa sveitarfélaganna þannig að þeir taki sjálfir ákvörðun um það hvernig þeirra félagslega aðstoð er. Það er hárrétt hjá þingmanninum að það er þannig í ýmsum sveitarfélögum, m.a. í nágrenni Reykjavíkur og við landamæri Reykjavíkur, að afar lítið framboð er á leiguhúsnæði og það hefur í raun og veru markvisst verið unnið að því að ýta í burtu öllum félagslegum vandamálum sem þar koma upp. En við getum spurt okkur hér eins og menn gerðu í gamla daga. (Gripið fram í: Vill þingmaðurinn tala skýrt.) Nú var hv. frammíkallandi að trufla mig. Það sem ég ætlaði að segja að lokum var það hvort stundum sé nú ekki nauðsynlegt að hafa vit fyrir íhaldinu.