Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 18:32:37 (1695)

1997-12-04 18:32:37# 122. lþ. 35.3 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[18:32]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna þess sem hv. þm. sagði hér áðan. Auðvitað geldur fólk þess alltaf þegar íhaldið er við stjórn, hvort sem það er í sveitarstjórnarpólitík eða í landsstjórninni. Það verður ekkert öðruvísi. Þó hér séum við sannarlega að ræða mál sem kannski er undantekning frá reglunni hjá þessari andfélagslegu ríkisstjórn sem er hér við lýði og við öll af vilja gerð til þess að sníða verstu agnúana af, þá eru grundvallarréttindi almennings í landinu of oft fyrir borð borin. Það er vegna þess að íhaldið er við stjórn, og hefur stundum allt of leiðitama með sér eins og nú er.