Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 19:06:48 (1705)

1997-12-04 19:06:48# 122. lþ. 35.3 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[19:06]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Við erum að ræða hér um húsaleigubætur og þær eru nærverkefni. Hvað varðar samspil húsaleigubótanna og hugsanlegra leigufjárhæða hjá einstökum sveitarfélögum þá get ég ekki ráðskast með sveitarstjórnirnar. Ég treysti því hins vegar að sveitarstjórnirnar hugsi sér ekki að fara að níðast á leigjendum. Og mér kæmi það mjög á óvart, sérstaklega á kosningaári, ef svo færi. En ég mun auðvitað fylgjast með þessari þróun, hvernig þessi markaður þróast. Auðvitað hlýt ég að fylgjast með því. Ég skal ekki segja til hvaða ráða maður mundi grípa ef eitthvað færi á skjön en ég sé ekki ástæðu til þess að óttast að það verði vegna þess að ég hef óbilandi traust á sveitarstjórnunum, tortryggi þær ekki. Ég tel að þess hafi gætt of mikið í þessari umræðu, mikils vantrausts á sveitarfélögunum, að það sé eitthvert takmark hjá þeim að rífa leiguna upp úr öllu valdi hjá þeim sem búa í íbúðum sveitarfélaga.