Frumvarp til sveitarstjórnarlaga

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 10:47:00 (1719)

1997-12-05 10:47:00# 122. lþ. 36.93 fundur 114#B frumvarp til sveitarstjórnarlaga# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[10:47]

Sighvatur Björgvinsson:

Hæstv. forseti. Mér er auðvitað ekki kunnugt um efnisatriði þess frv. sem verið er að afgreiða frá ríkisstjórninni í dag. En það er alveg ljóst að efni þess frv. sem forsrh. lagði fram á síðasta þingi stangast á við ákvæði til bráðabirgða í þessu frv. Ég ítreka ósk mína að málið verði ekki rætt fyrr en forsrh. getur verið viðstaddur. Það er mjög óeðlilegt, virðulegi forseti, að svo sé gert en í þessu ákvæði til bráðabirgða í frv. til sveitarstjórnarlaga er tekin afstaða sem gengur í berhögg við frv. um þjóðlendur eins og við alþm. sáum það síðast. Og ég ítreka beiðni um frestun.