Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 12:37:03 (1731)

1997-12-05 12:37:03# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[12:37]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki miklu við þetta að bæta en ég vil taka það fram reyndar varðandi stöðu sveitarfélaganna eftir nýju frv. að nefndin leitaðist við í störfum sínum að afnema þann mismun sem er á sveitarfélögum eftir mannfjölda, þ.e. að sveitarfélögin séu jafnsett t.d. varðandi kosningadag og annað sem var misjafnt eftir mannfjölda í sveitarfélögum áður. Ég get sagt það sem mína skoðun að ég sætti mig ágætlega við að yfirstjórn í sveitarfélagi héti sveitarstjórn, en ég féllst á þetta ákvæði í ljósi þessara skýringa sem ég gaf áðan og vildi koma til móts við þau sjónarmið að halda nafninu borgarstjórn hér í Reykjavík þannig að ég hef skýrt afstöðu mína í þessu máli.