Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 15:12:37 (1762)

1997-12-05 15:12:37# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:12]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég geri ekkert lítið úr því að samvinnunefnd á borð við þá sem leggur þessi mál upp hefur áhrif en hins vegar er það alveg eins og með þetta frv. Það gæti vel breyst í meðförunum þó að sú nefnd sem undirbjó það hafi lagt það svona fram. En mergur málsins er að mér sýnist málflutningurinn þannig að það sé náttúrulögmál að þeir sem sitji í slíkri nefnd og eigi heima einhvers staðar í jaðri miðhálendisins í kringum landið, hafi afstöðu andstæða þeim sem búa hér á þessu suðvesturhorni. Mér finnst ekki hægt að leggja málin svona upp. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni. Um allt land er fólk sem vill ganga langt í því að ganga á náttúrugæði. Það er ekkert bundið við Reykjavík eða landsbyggðina þannig að ég átta mig ekki á þessari röksemdafærslu, að þetta þurfi að vera svo andstæð sjónarmið.