Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 15:53:26 (1776)

1997-12-05 15:53:26# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:53]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

(Gripið fram í: Hvar er þingmaður númer tvö?) Virðulegi forseti. Það er þó alla vega ljóst að þingmaður númer eitt í Reykjaneskjördæmi er þessarar skoðunar og væntanlega fylgir þingmaður númer tvö skýlausri yfirlýsingu sinna eigin kjósenda þannig að tveir þingmenn Framsfl. eru þá væntanlega andvígir niðurstöðu hæstv. félmrh. Þetta er mjög forvitnilegt, sérstök staða, góð staða í málinu. Vera má að sá þingmeirihluti sem var fyrir leið félmrh. að því er virtist 1991--1992 sé snúinn yfir á leið okkar jafnaðarmanna sem þá hafði ekki þingfylgi og ber að fagna því.