Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 16:15:27 (1781)

1997-12-05 16:15:27# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[16:14]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er óþarfi fyrir hv. þm. að túlka orð hæstv. forsrh. Ég er með það sem hann sagði hér fyrir framan mig og vildi gjarnan fá að vitna beint til þess sem hæstv. forsrh. sagði:

,,Tryggvi Gunnarsson hæstaréttarlögmaður sem hefur komið að málunum hefur gefið það álit að þau ákvæði sem eru innan frumvarpanna núna eigi ekki að þurfa að standa í vegi fyrir því að hvorutveggja málin megi fram ganga. Þetta þarf þá bara að skoðast nákvæmlega í þinginu.``

Það liggur fyrir að vegna þeirra efasemdaradda sem hér hafa komið fram og þeirrar undarlegu kenningar að hér sé eitthvað sem skarist, þá þarf að skoða það í nefndunum og sannfærast um það að þetta skarist ekki.

[16:16]